Ný vara frá Mummi ehf. – LK 15/0 krókurinn fyrir handfæraveiðar
Share
Við kynnum með stolti nýjustu viðbótina í vöruúrvali okkar: LK 15/0 krókurinn, sem hefur verið breyttur sérstaklega fyrir handfæraveiðar. Um er að ræða öflugan línukrók sem hefur verið aðlagaður með það að markmiði að hámarka árangur í þessari vinsælu veiðiaðferð.
Lögun króksins hefur verið breytt frá hefðbundnum gerðum og hönnuð þannig að hann heldur betur í fiskinn. Þessi eiginleiki skilar sér í meiri festu og minni líkum á að fiskurinn losni, sem eykur bæði veiðigetu og áreiðanleika.
Krókarnir eru fáanlegir í fimm litum: gulum, rauðum, bláum, svörtum og bleikum – þannig getur hver og einn veiðimaður valið það sem hentar best aðstæðum og eigin veiðiaðferðum. (nánar um litina á mynd hér að neðan).
Hver pakki inniheldur 5 stykki af LK 15/0 krókum.
Líkt og aðrar vörur frá Mummi ehf. eru þeir framleiddir af alúð og með áherslu á hágæði og endingargildi. Notast er við úrvals hráefni og öll framleiðsla fer fram undir ströngu gæðaeftirliti – því við vitum að kröfuharðir sjómenn gera engar málamiðlanir þegar kemur að veiðibúnaði.
Á myndinni hér að neðan má sjá stærðarmuninn á LK 15/0 og LK 14/0 krókunum.
Þú getur keypt 15/0 krókinn (ásamt mörgum öðrum handfæravörum) í vefverslun okkar: https://mummiehf.is/

Hér sést stærðarmunurinn á 15/0 og 14/0 krókunum

15/0 krókarnir fást í fimm mismunandi litum